Pyngjan er greiðsluapp sem gerir lífið einfaldara og skemmtilegra

 • Með Pyngjuna í snjallsímanum getur notandi greitt með símanum í stað hefðbundins plastkorts í greiðslukortaviðskiptum.
 • Greiðslukort er stofnað í Pyngjunni með því að slá inn helstu kortaupplýsingum.
 • Þegar greitt er skannar Pyngjan greiðslukóða (QR-kóða) hjá söluaðila og birtir upplýsingar um upphæð og viðtakanda greiðslunnar. Notandinn velur greiðslukortið sem hann/hún vill nota, slær inn lykilnúmeri og samþykkir greiðsluna.
 • Greiðslukvittun og kassastrimill berast strax í Pyngjuna og vistast þar. Hægt er að skoða kvittanir síðar, sía og senda í tölvupósti.
 • Pyngjan er einfaldur, þægilegur og öruggur greiðslumáti.
 • Pyngjan fæst ókeypis í Apple App Store og Google Play Store.

Pyngjan – snjallsímagreiðslur

 • Advania MobilePay dreifir Pyngjunni.
 • Færsluhirðir sér um greiðsluþjónustuna, ekki Advania MobilePay.
 • Pyngjan sendir greiðsluupplýsingar beint til færsluhirðis, engir nýir milliliðir.
 • Snjallsíminn kemur í stað posans.
 • Pyngjan kemur í stað plastkortsins.

Kassinn – nýtt app frá Advania MobilePay

 • Kassinn er app fyrir aðila sem vilja taka við greiðslum úr Pyngjunni.
 • Upphæð til greiðslu er reiknuð út í reiknivél í Kassanum eða er slegið inn.
 • Kassinn sendir upphæðina í Pyngjuna og fær til baka greiðslukvittun frá færsluhirði.
 • Haldið er utan um greiðslukvittanir í Kassanum.
 • Kassinn er fáanlegur fyrir Android stýrikerfið á Google Play.
   
Tækniþróunarsjóður styrkir verkefnið     TÞsjoður logo isl 60
Kassinn

Styrkjum gott málefni

Það er einfalt fyrir snjallsímanotendur að styrkja Rauða krossinn og UNICEF, þessi mikilvægu mannúðar- og hjálparsamtök. Með Pyngjuna í símanum þarf ekki annað en að ræsa Pyngjuna, velja „Söluaðilar“ og síðan annað hvort „Rauði krossinn-styrkur“ eða „UNICEF-styrkur“ úr listanum. Þá opnast ný síða. Neðst á henni er greiðslan valin.

Það er einfalt, þægilegt og ánægjulegt að styrkja gott málefni með Pyngjunni.

Raudikrossinn
Unicef